Endurvekjum frímerkjaútgáfu á Íslandi

Jón Ingi Cæs­ars­son, 
formaður Póst­manna­fé­lags Íslands.
Jón Ingi Cæs­ars­son,
formaður Póst­manna­fé­lags Íslands.

Morgunblaðið 30. mars 2022.

Eft­ir Jón Inga Cæs­ars­son: „Ég trúi því að þessi mis­ráðna ákvörðun verði dreg­in til baka og frí­merkja­út­gáfa hefj­ist á Íslandi að nýju.“

 

Fyr­ir nokkru ákvað Ísland­s­póst­ur að hætta út­gáfu frí­merkja. Frí­merki eiga sér mik­inn og merki­leg­an sess í menn­ing­ar­sögu þjóðar­inn­ar og það var slæm ákvörðun að hætta út­gáfu þeirra. Ísland er fá­tæk­ara og það eru ekki mörg lönd í heim­in­um sem eru í þeirri stöðu að póstþjón­ust­an gefi ekki út frí­merki. Ekki veit ég hvort stjórn fyr­ir­tæk­is­ins ákvað þetta eða hvort þessi ákvörðun kom frá fram­kvæmda­stjórn­inni. Kannski vill ein­hver upp­lýsa það. Í póst­lög­um frá 2019 er skyld­unni aflétt af Póst­in­um að gefa út frí­merki en sam­kvæmt 14. gr. má sjá að gert er ráð fyr­ir að það sé gert. Eng­in ástæða til að hliðra sér hjá því að halda því áfram.

Hér er 14. grein­in:

14. gr. Frí­merki og gjald­merki.

Póst- og fjar­skipta­stofn­un veit­ir pó­strek­end­um heim­ild til út­gáfu frí­merkja og annarra gjald­merkja. Póst- og fjar­skipta­stofn­un er heim­ilt að kveða á um að alþjón­ustu­veit­andi skuli gefa út frí­merki og fer um þá kvöð skv. III. kafla.

Öll ís­lensk frí­merki bera áletr­un­ina „ÍSLAND“.

Um skipti á frí­merkj­um við er­lend póstþjón­ustu­fyr­ir­tæki fer eft­ir regl­um sem Alþjóðapóst­sam­bandið (UPU) kann að setja.

Gjald­merki önn­ur en frí­merki bera heiti viðkom­andi pó­strek­anda eða núm­er sem Póst- og fjar­skipta­stofn­un út­hlut­ar hon­um.

Póst og fjar get­ur sam­kvæmt þessu skikkað pó­strek­anda til að gefa út frí­merki og Póst­ur­inn get­ur sjálf­ur ákveðið að gera það.

Ísland er fá­tæk­ara eft­ir að Ísland­s­póst­ur ákvað að hætta frí­merkja­út­gáfu. Kannski eru ein­hverj­ar þjóðir þar, en ör­ugg­lega ekki marg­ar. Frí­merki er, auk þess að vera menn­ing­ar­verðmæti, tæki sem auðveld­ar póst­not­end­um aðgengi að þjón­ust­unni. Það er von mín að sjá frí­merki gef­in út að nýju. All­ir þeir sem þekkja til frí­merkja­út­gáfu vita hvað það eru mik­il verðmæti fyr­ir land og þjóð að hafa frí­merkja­sög­una. Ég trúi því að þessi mis­ráðna ákvörðun verði dreg­in til baka og frí­merkja­út­gáfa hefj­ist á Íslandi að nýju. Það væri stór rós í hnappagat nú­ver­andi fram­kvæmda­stjórn­ar og nýrr­ar stjórn­ar Ísland­s­pósts. Ég skora á Póst­inn að taka upp frí­merkja­út­gáfu að nýju. Póstþjón­ust­an er fá­tæk­ari eft­ir að frí­merki hurfu úr póstþjón­ust­unni.

 

Póstsaga.is er hjartanlega sammála höfundi.