Fimmtudaginn 29. september síðastliðinn kynnti gjaldkeri Félags frímerkjasafnara Árni Gústafsson íslenskan sjópóst sem fór um Skotland. Þar kom meðal annars fram að fjöldi þekktra sjóhafna sem báru íslenskan sjópóst voru 27, og er þá ekki talin með höfnin Portobello en þann stimpil á annar ónefndur safnari á 10 aurum rauðum.