Fimmtudaginn 3. apríl mun Lars Bjarki Schmidt halda fyrirlestur um prentun auramerkjanna sem gefin voru út á milli áranna 1876 og 1901. Lars mun einnig fjalla um tökkun þeirra og útskýra klisjugalla. Við vonumst til að sjá sem flesta. Fundurinn byrjar á slaginu 20:00 og eftir kaffi verður haldið lítið innanhús uppboð.