Innbrot framið í húsnæði Félags frímerkjasafnara

Þorvaldur Þórsson formaður Félags frímerkjasafnara við innbrotin peningaskáp sem var til húsa í Síðu…
Þorvaldur Þórsson formaður Félags frímerkjasafnara við innbrotin peningaskáp sem var til húsa í Síðumúla 17.

Innbrot var framið í húsnæði Félags frímerkjasafnara (Ff) einhverntíma á tímabilinu milli 28. janúar og 4. febrúar 2023. Engu verðmætu var stolið en töluvert var um skemmdir á húsnæði og munum. Meðal annars höfðu ræningjarnir mikið fyrir því að opna peningaskáp í eigu félagsins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en þar voru engin verðmæti geymd. Lögreglan var kölluð á vettvang og tók skýrslu. Vonast félagar Ff til þess að umrætt brot verði upplýst sem fyrst. Allir sem kunna að hafa upplýsingar um þetta rán eru beðnir um að setja sig í samband við forráðamenn Félags frímerkjasafnara (Ff) eins og formanninn Þorvald Þórsson.

Sjá einnig fréttir á visir :https://www.visir.is/g/20232373908d/fri-merkja-og-myntsafnarar-slegnir-eftir-inn-brot

Morgunblaðið: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/02/05/brotist_inn_i_husnaedi_frimerkjasafnara/

og Rúv: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-02-04-brotist-inn-hja-myntsafnarafelagi-islands-stuttu-fyrir-uppbod