Í grein eftir Gylfa Gunnarsson í Frímerkjablaðinu nr. 7 sem finna má hér á Póstsaga.is segir þetta m.a. um Önundarfjarðar merkin.
Merkin voru gefin út af Ungmennafélagi Önfirðinga 1913-1917, 3 aur í 2 útgáfum og 5 aur. Og var upplagið aðeins 500stk af hvoru verðgildi. Hluti af 3ja aura merkinu var áletrað ÖNFIRÖ í stað ÖNFIRÐ. Merkin voru notuð á einkapóst og ógilt með mörgum mismunandi stimplum, einka og opinberum, m.a. kórónustimplinum HOLT, eins og hér.