Þá er komin staðfest dagsetning á frímerkjasýninguna NORDIA 2023.
Hún verður haldin að Ásgarði í Garðabæ dagana 2.-4. júní 2023.
Þetta er í 9. skipti sem sýningin verður haldin á Íslandi. Sýningin flakkar á milli norðurlandana og er hún á Íslandi á 5 ára fresti. Síðustu 2 sýningar á Íslandi hafa verið í Garðabæ og höfum við fengið mikið hrós frá félögum okkar á norðurlöndunum fyrir glæsilega aðstöðu og flotta umgjörð. Árið 2023 verða 150 ár síðan fyrsta íslenska frímerkið var gefið út og viljum við minnast þeirra tímamóta með því að hafa íslenska hluta sýningarinnar sem glæsilegastan.